Fari það í hvítglóandi helvíti....
Það er ekki hægt að segja að karma alheimsins sé mér hliðhollt um þessar mundir. Í gærmorgun er ég vaknaði fann ég til eymsla í hálsinum og grunaði þá samstundis að eitthvert ómennið hefði smitað mig af þessum fjára.
Til þess að reyna að koma í veg fyrir að ég yrði helsjúkur ákvað ég því að klæða mig í rúllukragapeysu og ganga með húfu það sem eftir lifði af deginum, enda annálaður skynsemismaður hér á ferðinni.
Það er skemmst frá því að segja að þessar ákvarðanir sem teknar voru, sem áttu að verða til gagns, báru ekki árangur heldur þvert á móti gerðu illt ennþá verra. Ég hefði betur átt að fara í skólann á sokkaleistunum einum fata. Nú sárkenni ég til í hálsinum og á mig hefur sótt þrálátt hitakóf og verkir í skrokknum öllum........allt mér til mikillar bölvunar.
Ekki ætla ég mér að vola meira að þessu sinni en líklegt er að önnur færsla berist seinna í dag.
Til þess að reyna að koma í veg fyrir að ég yrði helsjúkur ákvað ég því að klæða mig í rúllukragapeysu og ganga með húfu það sem eftir lifði af deginum, enda annálaður skynsemismaður hér á ferðinni.
Það er skemmst frá því að segja að þessar ákvarðanir sem teknar voru, sem áttu að verða til gagns, báru ekki árangur heldur þvert á móti gerðu illt ennþá verra. Ég hefði betur átt að fara í skólann á sokkaleistunum einum fata. Nú sárkenni ég til í hálsinum og á mig hefur sótt þrálátt hitakóf og verkir í skrokknum öllum........allt mér til mikillar bölvunar.
Ekki ætla ég mér að vola meira að þessu sinni en líklegt er að önnur færsla berist seinna í dag.
<< Heim