þriðjudagur, febrúar 14, 2006

14.febrúar

Halló veröld....

Í dag er merkilegur dagur,þ.e.a.s. Valentínusardagurinn. Hvaða fyrirbæri er nú það?!

Það get ég sagt ykkur landsmenn nær og fjær.

Þetta er séramerískt , klisjukennt fyrirbæri. Og sökum áhrifagirndar okkar Íslendinga þurfum við náttúrulega að taka þennan sið upp. Það sem kannski fæstir gera sér grein fyrir er það að þetta er fundið upp til að græða peninga og þar sem að Íslendingar eiga nóg af peningum er þeim sama þótt þeir láti ginna sig til að taka upp þennan sið. Hvað varð um hinn séríslenska bónda-og konudag? En hvað um það, þetta er einungis mín skoðun.

Þar sem að ég er orðinn hugmyndasnauður á ný, verður hér staðar numið.

© Ísak Sigurjón, 2006