mánudagur, október 30, 2006

Nú er komið að því...!

Í dag las ég fréttagrein á visir.is sem fyllti mig löngun til að taka upp AK-47 herriffilinn, sem ég á ekki, og handsprengjubeltið, sem ég á ekki heldur, og skapa ómældan glundroða á götum borgarinnar.

Mál er þannig með vexti að ég las um hjón, skildist mér, sem fóru saman á veitingahús í bænum. Inn á veitingastaðinn æðir einhver útlendur rumpulýður sem samanstóð af fjórum karlmönnum sem brutu upp hurð á salerni staðarins sem kona mannsins var á. Þeir réðust á konuna og eiginmaðurinn reyndi að sjálfsögðu að skerast í leikinn, en með þeim afleiðingum að hann fékk heldur duglega útreið og er illa farinn. Mennirnir eru frá Póllandi og Litháen.
Árásarmönnum var sleppt að loknum yfirheyrslum!

Það vantar nú inn í þessa frásögn hjá mér og hvet því alla til að fara inn á Vísi og lesa greinina eða fara inn á B2 fyrir daginn í dag og fara þaðan beint á greinina.

Fyrir neðan fréttina hafa nokkrir ættjarðarelskandi Íslendingar tjáð skoðun sína á þessu og ég er þeim innilega sammála nema einum hlandhausnum sem tekur upp hanskann fyrir þetta hyski og mistekst sorglega við að reyna að verja málstað þeirra með bágbornum rökum.

Ef þið, góðu lesendur, komið til með að lesa fréttina skiljið þið mun betur hvað ég er að fara. Hvernig datt þeim í hug að sleppa þeim?! Hver djöfullinn er eiginlega í gangi í þessu helvítis kerfi dóms og laga? Skal einhvern undra að það skapist "rasismi" eða útlendingahatur þegar svona er? Ég vil taka það fram áður en lengra er haldið að sjálfur er ég ekki rasisti og ekki á móti því að fólk frá öðrum löndum komi hingað og aðlagist samfélaginu og verði heiðarlegir borgarar einsog mýmörg dæmi sanna. En að hleypa hvaða djöfulsins ræflahópi og glæpahyski inn í landið, án afláts, er þvílíkt ábyrgðarleysi að ég botna ekkert í þessu. Vandamál af þessum toga hafa verið að gera vart við sig í norðanverðri Evrópu, þó kannski helst Danmörku og Svíþjóð. Þar er þetta orðið vandamál! Íslendingar jafn sofandi á verðinum og vanalega með sitt þrönga sjónsvið horfa út um gluggann á meðan í stað þess að læra af reynslu annarra og vera með fyrirbyggjandi aðgerðir gegn svona löguðu. Nei takk! Frekar að vera handalaus heybrók með hausinn á kafi upp rassgatinu á sér.

Það styttist í að stríð brjótist út í einhverju formi og þá er fjandinn endanlega laus og hugsanlega verður ekki séð fyrir endann á því.

Ekki lengra í bili, er brjálaður og í vígahug!

miðvikudagur, október 25, 2006

24 einsog í 24 með Kiefer Sutherland. Beat that!

Í dag var mjög venjulegur dagur. Vaknaði sæll og glaður og fullur orku til að láta einsog fífl allan daginn. Svo á ég líka afmæli.....ennþá.....næstu 42 mínúturnar. Orðinn 24 ára einsog hendi sé veifað. Sigurbjörgu, minni góðu frænku, fannst tilhlýðilegt að halda matarboð í tilefni dagsins og bauð mér húsnæði sitt til þess. Henni kann ég miklar þakkir fyrir alla hjálpina, einnig öllu þessu góða fólki sem kom í matinn hjá okkur frændsystkinum. Það var mjög notalegt og sturlunarkennt einsog vant er. Þó verð ég að segja að mér þykir ekki vænt um þessa lumbru sem hefur komið sér fyrir í mér og vona að hún hverfi fyrir helgina.

Fer að láta reiðipistlana dynja á blogginu fljótlega en ekki núna. Fylgist því vökul með blogginu og bíðið óþreyjufull.

Pís át.

miðvikudagur, október 18, 2006

Gin, juice og e-pillur.

Jæja börnin góð.....nú er komið að því. Í tilefni þess að ég hef ekkert gert síðustu vikur en að læra og vera þreyttur tel ég ástæðu til að slá þessu öllu upp í kæruleysi og missa vitið lítillega. Á vissum tímapunkti í lífi ungs manns er nauðsynlegt að fara þversum, skandalísera og fá heiftúðlegan móral á eftir. Það er það sem koma skal. Ótakmarkað brennivínsþamb og fíflagangur er svarið. Ég hvet mín fræknu frændsystkin á höfuðborgarsvæðinu til að sameinast og taka þátt í vitleysunni með mér.

Rock 'N' Roll.

þriðjudagur, október 10, 2006

Hvað í andskotanum....

Gengur eiginlega á hérna. Af hverju þarf slíkur geðprýðismaður einsog ég að þurfa að horfast svo stíft í augu við raunveruleikann án þess að missa stjórn á mér.
Í síðustu viku vann ég hörðum höndum að skila verkefnum sem voru ákaflega krefjandi og tóku mikinn tíma. Fyrir einhverjar sakir tókst mér að sannfæra mitt "innra sjálf" um að þessi vika yrði einsog sigling um Karíbahafið í samanburði við þá síðustu. Karma alheimsins ákvað, í illgirni sinni, samt sem áður að snúa því yfir í andhverfu rólegheita og gera mig sturlaðan. Af hverju hrannast upp verkefni í námsgreinum skólans sem að taka svona mikinn tíma?! Ég er bara ungur drengur. Af hverju þarf að fara svona með ungan dreng.com?! Og að hugsa sér að lyklaborðið við tölvuna mína fái að kenna á reiði Hjartarins......sorglegt. Verð að hætta áður en ég brynni músum.....eða brýt eitthvað.

miðvikudagur, október 04, 2006

Afmæliskveðja

Í dag er runninn upp sá merkilegi dagur að herra Benedikt Hundsson er orðinn 16 ára. Það þýðir að ef hann væri maður væri hann sjö sinnum það = 112 ára. Þetta þykir mér vera merkisáfangi í lífi hundsins sem hefur fylgt mér frá 8 ára aldri og verið stór hluti lífs míns allar götur síðan.

Innilega til hamingju með daginn Benni bróðir.

Halló......ég er kominn aftur !

Nú hef ég ákveðið að rita nokkur orð í tilefni þess að bloggið mitt hefur fengið nýtt andlit og mun þessi færsla marka upphaf á glæstum komandi bloggferli. Þess má geta að Ísak frændi minn hannaði þetta nýja og flotta útlit og kom í virkni á allan hátt og ég get ekki þakkað honum nógsamlega fyrir þessa hjálp.

Búast má við röð af truflandi og heilsuspillandi færslum á næstunni sem gætu orðið til þess að lesandinn gangi ekki heill til skógar á eftir. Vonum að svo verði, amen.

Hjörtur.
© Ísak Sigurjón, 2006