föstudagur, desember 15, 2006

Próftíðin er.......MUERTE!

Dömur og herrar.

Nú hef ég loks ákveðið hverfa aftur til Bloggheima og rita einhverja innantóma þvælu sem enginn vil lesa frekar en áður. Prófin eru loksins búin og ég fæ ekki betur séð en að þetta hafi gengið skítsæmilega þrátt fyrir ýmsa árekstra. Þegar ég hafði lokið þessum þremur prófum í dag og kysst ömmu gömlu bless, og étið líkamsþyngd mína af smákökum hjá henni, tók ég stefnuna norður í Skagafjörðinn......og lét Black Beauty (Súbbann) heldur hafa í rörið. Ég heyrði reyndar um daginn að Subaruinn væri einnig kallaður líkbíllinn, en það er þeim Friðgeiri skipstjóra og Hudson Bay að þakka.

Þegar á Krókinn var komið æddi ég beint í fangið á mömmu gömlu sem var að passa átvaglið hana frænku mína, Katrínu. Heima hjá henni systur minni voru til franskar kartöflur og sælgæti sem ég tróð í mig af áfergju og lét mig svo hverfa í föðurhúsin og rændi þar bjór sem ég sötra yfir þessum skriftum. Þetta er nóg í bili.

Viva Las Skagafjörður og ROCK ON!!!
© Ísak Sigurjón, 2006