Smá update
Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að láta verða af því að blogga. Ekki að ég hafi svosem neitt merkilegt að segja en samt eitthvað. Í dag er kominn 19.júní og á allra næstu dögum fer ég í frystitúr á aflaskipinu Örvari frá Skagaströnd. Ég veit ekki hvort að þeir séu nettengdir þar en ef svo er þá sendi ég ykkur kannski einhverja þvælu.
Síðan ég lauk skólanum núna í vor hef ég ekki verið í neinni fastri vinnu en hef samt sem áður unnið einsog berserkur hjá gamla settinu, ömmu og afa og honum bróður mínum. Þetta "frí" hefur verið ágætt en nú er kominn tími til að afla tekna til heimilisins. Vona að ég muni eftir að láta verða að því að koma heim með siginn fisk til ömmu gömlu.
Þegar ég kem heim mun ég halda partý til að fagna því að Subaru bifreið mín skreið yfir 250.000 kílómetra markið á dögunum. Einnig hef ég í huga að festa kaup á krossara áður en sumarið er liðið en það hef ég ætlað mér að gera þegar ég lyki námi, eða nánast lyki því. Einsog alþjóð veit á ég 10 einingar eftir sem ég að sjálfsögðu klára þrátt fyrir efasemdir ákveðinna aðila.
Þangað til næst...behave og gerið ekkert sem ég myndi gera.
Síðan ég lauk skólanum núna í vor hef ég ekki verið í neinni fastri vinnu en hef samt sem áður unnið einsog berserkur hjá gamla settinu, ömmu og afa og honum bróður mínum. Þetta "frí" hefur verið ágætt en nú er kominn tími til að afla tekna til heimilisins. Vona að ég muni eftir að láta verða að því að koma heim með siginn fisk til ömmu gömlu.
Þegar ég kem heim mun ég halda partý til að fagna því að Subaru bifreið mín skreið yfir 250.000 kílómetra markið á dögunum. Einnig hef ég í huga að festa kaup á krossara áður en sumarið er liðið en það hef ég ætlað mér að gera þegar ég lyki námi, eða nánast lyki því. Einsog alþjóð veit á ég 10 einingar eftir sem ég að sjálfsögðu klára þrátt fyrir efasemdir ákveðinna aðila.
Þangað til næst...behave og gerið ekkert sem ég myndi gera.
<< Heim