miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Hugrenningar brjálæðings

Sælt veri fólkið

Ég verð að segja að ég hef orðið fyrir miklum sálrænum skaða. Svo er mál með vexti að litla frænka mín, Signý Ósk, hefur ekki séð sér ástæðu til þess að minnast þess á bloggi sínu að ég, hennar æruverðugi frændi, hafi einnig komið sér fyrir í Bloggheimum. Hún minnist á Ísak og Hildigunni...en ekki mig.

Þar sem að hún hefur ekki séð sig knúna til að skrifa færslu á bloggið sitt síðan 1329, fyrir Kristsburð vel að merkja, tel ég ólíklegt að hún muni koma til með að lesa þessa harmsögu mína úr samtímanum þar sem að hún kann líklega ekki lengur að vinna með tölvur og hvað þá forrit sem tengjast þeim. Þá á ég við forrit á borð við Internet Explorer eða Mozilla Firefox sem gætu leitt hana inn á þetta vel hannaða blogg.

Ef einhver yrði svo lánsamur að hitta þessa annars ágætu stelpu mætti sá og hinn sami gefa henni þéttingsfast högg í nýrun og skila kveðju frá mér.

Annað mál á dagskrá er eftirfarandi: Uppbyggileg hvatning og ráð til að halda aftur af hegðunarvandamálum kvenþjóðarinnar.

Oftar en ekki gerist það að ungir piltar, og stundum fullorðnir menn, falla í þá gryfju að fara að bera óeðlilega mikinn hlýhug til einnar ákveðinnar kvenpersónu. Þetta ástand er tímabundin geðveiki og verður að meðhöndla sem slíka.
Karlmaður sem í þessu lendir er tilvonandi fórnarlamb, hugsanlega fyrir lífstíð, og kynbræður hans verða að styðja við bakið á honum og leiða á rétta braut til að ekki fari illa. Til þess að það sé aftur á móti hægt verða þeir að vera meðvitaðir um rétt viðbrögð við hinum ýmsu klækjum og uppátækjum sem konan kynni að taka uppá.

Það ber að taka fram að konan er ófullkominn helmingur karlmanns sem er vanþróaðri en hann á öllum sviðum og ber okkur því ekki að hylla þær né heldur láta neitt eftir þeim. Þar sem að þetta eru dýr ber að umgangast konur sem slík og byrja að beita þær aga frá upphafi. Einsog sannast hefur á hundum hefur það ekki reynst vel að dýrið hafi nema einn húsbónda.
Til að komast hjá geðveiki af sökum nöldurs, eða þegar dýrið hljómar einsog rispuð plata, ber manninum að hugsa þetta sem sjúkdóm sem dýrið ræður ekki við. Þetta er í raun þáttur sem brennimerktur er í erfðamengi konunnar og ekkert við því að gera.
Hér að neðan eru nokkur atriði sem hafa ber huga við ákveðnar algengar aðstæður

1. Verði karlmaður svo ólánsamur að hitta konu á skemmtistað sem líkar vel við hann og vill hugsanlega verja tíma með honum, þá við annað en að spila slönguspilið eða því um líkt, er hætta á ferðum ef maðurinn er ekki meðvitaður um hættuna.
Forðast skal það að gefa dýrinu að drekka áfenga drykki því það er sólgið í þá og ekki aðeins getur það orðið árásargjarnt og leiðinlegt heldur eru slíkir drykkir dýrir og maðurinn má ekki láta ginnast og sýna veskið.
Maðurinn skal panta tvo drykki og láta konuna borga, því aðeins þannig hefur hann stjórn á aðstæðum.

2. Einnig skal vera á stöðugu varðbergi þegar dýrið er í kringum samskiptatæki t.d. síma því að það er sólgið í að hafa samskipti við önnur kvendýr í gegnum þann miðil.
Samtölin einkennast af ókennilegu, samfelldu suði sem dýrið gefur frá sér og er í raun innihaldslaus þvæla sem karlmaðurinn þarf síðan að greiða símafyrirtækinu himinháar upphæðir fyrir.

3. Varast ber að fara með konuna nálægt verslunum sem innihalda fatnað ýmiskonar eða glingur af einhverju tagi. Komist konan inní slíka búð er von á því að önnur dýr úr hópnum komi henni til hjálpar og yfirbugi manninn og þá þarf ekki frekari útskýringa við hvaða afleiðingar það hefur. Gjaldþrot mannsins.

4. Það er einnig mikilvægt að konan fái ekki að koma nálægt stjórntækjum ökutækis eða annars viðlíka búnaðar, því þær hafa ekki skilning né hæfni til að stjórna þessháttar tæki og eiga bágt með að greina rétt frá röngu í umferðinni líkt og annars staðar í lífi konunnar.

Hér að ofan hafa aðeins nokkrar af reglum um hvernig umgangast skuli kvenfólk, verið nefndar en sennilegt er að frekari upplýsingum þessu efni skylt verði komið hér á framfæri.

Undirritaður þakkar pent fyrir áheyrnina, sæl að sinni.

Kveðja, Jethro Stardust.
© Ísak Sigurjón, 2006